Skip to product information
1 of 10

Silfa

My Pearl hálsmen & prjónamál

My Pearl hálsmen & prjónamál

Regular price 17.400 ISK
Regular price 16.900 ISK Sale price 17.400 ISK
Sale Sold out
Tax included. Shipping calculated at checkout.
Gerð

My pearl hálsmenið er fallegur og jafnframt nytsamlegur skartgripur fyrir alla prjónara! 

Þetta hálsmen er ekki bara skraut heldur einnig prjónamál fyrir prjóna 2-10 mm (0-15 US).

Með hálsmeninu fylgir líka eitt prjónamerki með ferskvatnsperlu (8 mm) sem er í senn líka eyrnalokkur og einn framlenging sem er einnig hægt að nota sem armband.

Hálsmenið er hægt að nota á marga mismunandi máta, t.d. sem belti, armband eða auðvitað bara sem hálsmen og því stutt að fara þegar þörf er á prjónamáli. Hægt er að sérsníða hálsmenið eftir smekk með því að bæta við framlengingu og/eða perluprjónamerkjum (bæði selt sér).

Hálsmenið er gert úr háslípuðu læknastáli til að koma í veg fyrir ofnæmi.

Allt skartið í My Pearl línunni er unnið úr 316L læknastáli sem hefur gefist vel gegn ofnæmi.

18K gyllingin er harðgylling og er 8 sinnum sterkari en hefðbundin gylling og ætti að endast í áratugi.

Kemur í litlu veski sem er með fallegri perluáferð og úr vegan leðri.

My Pearl er eftir hönnuðinn Anna Silfa Þorsteinsdóttir, sem hannar skartgripi undir merkinu Silfa. Hún sækir innblástur í arfleifð íslenskrar þjóðar með áherslu á skart og mynstur liðinna alda auk tengingar við norræna goðaheima.

Materials

Dimensions

Care information

View full details

Verslaðu fyrir 15.000kr. eða meira og fáðu fría póst sendingu

Með hverjum deginum bætast inn nýjar vörur í vefverslunina, og svo vill Falda endilega minna á Facebook og Instagram síðurnar sínar því þar koma ýmsar skemmtilegar upplýsingar, nýjar myndir daglega og líka kynning á nýjum vörum og margt fleira.