Breytingar á þjónustu á saumastofu og opnunartíma í verlsun

Núna í september 2023 verða gerða nokkrar breytingar á þjónustu á saumastofu Földu og prófaður nýr haust opnunartími sem gildir í verslun Földu sem staðsett er í Hafnarstræti 6 á Ísafirði.

Verslun

Opnunartími hjá Földu núna í haust verður Mánudaga og Fimmtudaga frá klukkan 12:00 til 15:00. Hina dagana gæti þó líka verið opið, en þó ekki með fastann opnunartíma.

Símleiðis í síma 833 -8484 verður opið alla virka daga frá 12:00 til 15:00.

Á Facebook og Instagram síðu Földu verður eins og alltaf hægt að sjá opnunartíma þann dag sem opið er, auk mynda úr verslun, af nýjum vörum og f.l. skemmtilegt.

Lokað verður í Földu þessa daga, en minni á að það er og verður alltaf opið í vefverslun. 

  • 30. ágúst til og með 18. september. 
  • 30. október til 3. nóvember þar sem ég verð við kennslu í Lýðskólanum á Flateyri.

Saumastofan

Lokað er fyrir breytinga og viðgerðaþjónustu um óakveðin tíma.