Sagan okkar

FALDA er lítið fjölskyldu fyrirtæki stofnað árið 2022 staðsett á Ísafirði, en það má svo sem segja að Falda á sér lengri sögu en það. 
Ég heiti Jóhanna Eva Gunnarsdóttir og stend á bak við Földu. Við fjölskyldan fluttum til Ísafjarðar í janúar 2021, en maðurinn minn er frá Ísafirði. Ég er frá Reykjavík, Breiðholtinu en var mikið í sveitinni hjá ömmu minni og afa og tel mig því vera meira sveita stelpu en borgar barn. Við eigum sama fjögur börn og litinn hund sem heitir Max.

Sagan á bak við Földu.. 

Ég elska allt sem er gamalt/vintage, nýsköpun og hönnun, auk þess hef mikinn áhuga á þjóðbúningum, sögu handverks og verkfærunum sem tengjast því! Ég eignaðist mína fyrstu saumavél 6 ára og mínar fyrstu minningarnar eru þegar ég er að leika mér með efnisbúta og gamla töluboxið hennar ömmu sem var fullt af allskonar fjársjóð. 
Þessar minningar eru eitt af mörgu sem gera Földu að því sem hún er í dag, lítil gamaldags verslun og hönnunar studio. Frá því ég man eftir mér hefur mig dreymt um að skapa, læra allt og deila þekkingu minni áfram og svo verða kaupkona. Að opna mína eigin verslun sem sameinar öll mín áhugamál hefur verið draumur í langan tíma, svo það má segja að hugmyndin að Földu hafi byrjað árið 1996 þegar ég fékk mína fyrstu saumavél. 
-

Fallegt handverk, vandaðir skartgripir frá vel völdum gull- og silfursmiðum og vönduð saumaverkfæri unnin eftir gömlum gildum og með vinnuvistfræðilega hönnun er aðaláhersla Földu.

Við veljum vandlega allar þær vörur sem fást í verslun Földu og er leitað til ykkar, reyndra iðnaðarmanna, t.d. gull- og silfursmiðir, textílkennarar, klæðskerar og kjólameista, prjónarar, heklarar og annað handverksfólk. 

Nafnið Falda kemur út frá nafninu á höfuðbúnað sem notað er við Faldbúning okkar íslendinga sem konur báru á 17., 18 og fram á miðja 19. öld. Nafnið er dregið af höfuðbúnaðinum, faldinum, og svo er Falda líka dregið af sögnin ,,að falda upp faldinn´´. 

 

23. Október 2024 

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir