Breyttur opnunartími

Frá og með 1. desember mun opnunardögum fjölga, auk þess mun opnunartíminn líka lengjast!

Opið verður í verslun okkar í Hafnarstræti 6

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl: 11:00 - 17:00

Laugardaga kl: 11:00 - 14:00

Föstudaga og sunnudaga LOKAÐ

Lokað verður í verslun Földu í Hafnarstræti 6 vikuna 20. til 24. nóvember.

Allar pantanir sem gerðar verða dagana 18. til 26. nóvember verða ekki póstlagðar fyrr en mánudaginn 27. nóvember, vegna þessa verður 10% afslátt af öllum vörum með kóðanum OFF10%

Athugið! afsláttar kóðinn gildir dagana 18.11.23 - 26.11.23.

Skoða allar vörur

Nýjar vörur

Prjón og hekl

Ýmsar vörur fyrir prjón og hekl frá góðum merkjum 

My Pearl by Silfa fæst í versluninni Földu á Ísafirði

My Pearl by Silfa

My Pearl er falleg skartgripa lína eftir hönnuðinn Anna Silfa Þorsteinsdóttir, sem hannar skartgripi undir... 

  • Garnvinda

    Þessi garnvinda er ein af uppáhalds vörum Földu um þessar mundir sérstaklega þegar hún kaupir sér jurtalitaðar hespur, auk þess er hún mjög einföld í notkun.

  • Antík

    Falda elskar gamala hluti sem eiga sér sögu. Hjá Földu er hægt að kaupa vel valda og fallega hluti frá ca. árunum 1870 til 1970, eins og t.d. silfur fingurbjargir, 100 ára gamlar heklunálar úr beini, víravirki og margt fleira fleira.

    Falda býður líka upp á umboðssölu þjóðbúninga og því sem þeim tilheyrir.

    Antík 
  • Sajou ofin málbönd

    Falda elskar gamaldags saumaáhöld!

    Þessi gamaldags ofnu borðamálbönd frá franska merkinu Sajou voru innblásin af gamaldags málböndum frá árunum 1800 til 1930. Kassinn utan um borðann var ofast úr tré eða beini og skreytt nöfnum bæja og frægra minnisvarða. Borðinn er ofinn sérstaklega fyrir Sajou í Saint-Etienne í Frakklandi sem á sér langa sögu í borðaframleiðslu.

    Gamaldags, heillandi og fallegri gerast þau ekki! til að spóla borðanum inn aftur þarf að snúa litla handfanginu sem er á toppnum.

    Sajou 
  • My Pearl by Silfa

    Fallegir skartgripir eftir hönnuðinn Önnu Silfu Þorsteinsdóttur, sem hannar skartgripi undir merkinu Silfa.

    Anna Silfa ækir innblástur í arfleifð íslenskrar þjóðar með áherslu á skart og mynstur liðinna alda auk tengingar við norræna goðaheima.

    My Pearl línan frá Silfa eru ekki bara skartgripir heldur líka verkfæri fyrir prjónara og alla þá sem elska garn!

    My Pearl by Silfa 
1 af 4
1 af 9

Falda er lítil gamaldags verslun og stúdíó á Ísafirði. Vönduð og falleg verkfæri til hannyrða sem framleidd eru eftir gömlum gildum, auk verkfæri með vinnuvistfræðilegri hönnun sem hjálpar þeim sem þjást af gigt eða þeim sem eru viðkvæmir eftir meiðslum í höndum.

Að auðvelda og gera handavinnuna skemmtilegri er Földu afar mikilvægt.

Til að velja inn og halda gildum Földu um vandaðar og fallegar vörur fær hún til liðs við sig þaulreynt handverksfólk s.s. textílkennara, klæðskera, kjólameistarar, prjónara og heklara til að velja að gaumgæfni þær vörur sem fást í verslun Földu.

Myndir úr starfi Földu