Farðu í vöruupplýsingar
1 af 25

Addi

AddiClick prjónasett - Ólífuviður

AddiClick prjónasett - Ólífuviður

Venjulegt verð 38.590 ISK
Venjulegt verð Söluverð 38.590 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Sending reiknuð við kassa.

Einstakir prjónar úr einstöku efni - Ólífuviður

Falda er svo spennt að kynna fyrir þér nýjustu viðbótina í vöruúrvalið hennar, AddiClick Nature Olive Wood er eina prjónasettið sem þú þarft! Þetta er eitt vandaðasta prjónasett sem völ er á og ekki skemmir fyrir hvað það er fallegt bæði prjónarnir, og veskið sem er í akkúrat uppáhalds græna lit Földu. 

Ólífuviðar prjónarnir frá addi eru úr framleiddir úr hágæða ólífuviði í nokkrum þrepum, og að hluta til framleiddir í höndunum. Þess vegna er lögð sérstök áherslu á að framleiða úr endingargóðu og hágæða efni eins og ólífuvið.

AddiClick Nature Olive Wood prjóna settið inniheldur 8 pör af ólífuviðar prjónum, hver um sig 125 mm á lengd og á bilinu 3,5 til 8,0 mm.

Löng snúra, stutt snúra eða þarna á milli, hvort sem þú þarft að geyma lykkjur eða skipta út löngu prjónunum fyrir stutta til að prjóna minni þvermál eða öfugt að þá er allt er mögulegt með addiClick. Ef þú villt getur þú prjónað til hægri og vinstri með prjón af mismunandi stærð, breytt stærðum hvenær sem er, breytt snúrunni og þannig verið skapandi í vel yfir 500 samsetningum.

Veskið er með áfastri grip mottu sem hjálpar við að skipta um prjóna og snúrur. Það lokast mjög auðveldlega með smellum, er með vasa á bakhliðinni sem lokast með rennilás sem passar fullkomlega fyrir snúrurnar.

Prjónaoddarnir á ólífuviðar hringprjónunum eru mjög stöðugir og sérlega oddhvassirólífuviður er ekki bara einstaklega fallegur viður heldur er hann harðgerður og endingargóður sem gerir þessa prjóna því einstaka. Á hvern prjón er borið náttúruleg jurtaolía.

Hvað er addiClick

Gylltu snúrurnar eru samhæfar öllum addiClick prjónum og addiClick fylgihlutum þökk sé Click tengingunni. AddiClick kerfið einkennist af skiptanlegum snúrum og prjónaoddum. Click kerfið er án allrar viðbótarverkfæra eins og auka pinnum til að skrúfa og herða vel, þú einfaldlega tengir prjónana og snúrurnar við hvert annað með því "snúa og smella". Hin einstaka addiClick tenging heldur tryggilega eftir að hinn dæmigerði "smellur" kemur og þú getur verið áhyggjulaus um að tengingin losni við prjón.

Auðvelt er að skilja verkefni eftir á snúru, færa þau yfir á lengri eða styttri snúru eða setja aðra stærð af prjónum.

Gylltu snúrurnar eru samhæfar öllum addiClick prjónaoddum og addiClick fylgihlutum þökk sé Click tengingunni.

Það sem er innifalið í settinu er:

  • 8 × pör addiClick Nature langir prjónar (125 mm): 3,5 | 4 | 4,5 | 5 | 5,5 | 6 | 7 | 8  mm.
  • 3 × gylltar addiClick Nature snúrur 60, 80 og 100 cm langar.
  • 1 × tengi/millistykki (langt og stutt).
  • 2 × addiGrip (Grip motta til að hjálpa þér við að halda grip á prjónunum þegar skipt er um stærðir).
  • 1 × gullnæla.
  • .. allt kemur þetta í virkilega fallegu grænu veski.

Þýska fyrirtækið Addi hefur verið að framleiða yfir 195 ár, eða síðan 1829. Þess vegna má búast við úrvalsvörum með fullkomnum skilum, sveigjanlegum snúrum og sléttum og léttum oddum.

Ath. verðið á vörunni á eftir reikna út, og verður gert um leið og varan er komin í hús Földu. 

Materials

Dimensions

Care information

Skoða allar upplýsingar

Verslaðu fyrir 15.000kr. eða meira og fáðu fría póst sendingu

Með hverjum deginum bætast inn nýjar vörur í vefverslunina, og svo vill Falda endilega minna á Facebook og Instagram síðurnar sínar því þar koma ýmsar skemmtilegar upplýsingar, nýjar myndir daglega og líka kynning á nýjum vörum og margt fleira.