Falda ehf.
Nýtt - Saumaðu þína eigin textíl fígúru - 10 til 16 ára - 20% afsláttur
Nýtt - Saumaðu þína eigin textíl fígúru - 10 til 16 ára - 20% afsláttur
Verð 28.500kr. með 20% afslætti 22.800kr.
Á námskeiðinu munu þátttakendur læra að búa til sína eigin textíl fígúru út frá eigin hönnun. Þátttakendur vinna með allskonar efni, liti, garn, textílliti, pappír, ýmis saumaverkfæri og saumavél.
Þátttakendur munu læra að virkja ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, hanna sína eigin fígúru og búa til snið, að lokum sauma saman sína eigin hönnun af textíl fígúru.
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Börn 10 – 16 ára (f. 2007-2013) sem hafa áhuga á því að skapa og sauma.
Það þarf enga sérstaka kunnáttu í saumaskap til að skrá sig á þetta námskeið, aðal áherslan er að hafa áhuga, jákvæðni og sköpunargleði.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt hráefni sem þarf til við að skapa eina textíl fígúru, auk þess fjölnota bómullarpoki undir verkefnið sem hægt er að skreyta að eigin vali. Þátttakandi þarf því ekki að koma með neitt fyrir utan hádegis nesti, en boðið er uppá vatn og djús.
Kennari er Jóhanna Eva Gunnarsdóttir kjólameistari og eigandi verslunarinnar og saumastofunnar Földu á Ísafirði.
Kennslu fyrirkomulag: Mánudag til föstudag frá kl. 10:00 til 14:00 - 20 klst.
Staðsettning: Gamla Netagerðin á Ísafirði.
Þær vikur sem eru í boði: 3. - 7. Júlí og 10. - 14. júlí
Verð pr. þátttakenda 28.500kr. með 20% afslætti 22.800kr.
Veittur er 20% systkina afsláttur ef keypt eru tvö eða f.l. námskeið.
Systkina afslátturinn kemur sjálfkrafa inn þegar verslað eru tvö eða f.l. námskeið.
- Hægt er að panta hér í vefverslun og staðgreiða strax. Sendið svo póst á falda@falda.is staðfestingu á greiðslu, uppl. um nafn barns, aldur, nafn forráðamanns og símanúmer.
- Það er líka hægt er að skrá barn með því að senda póst á falda@falda.is með uppl. um nafn barns, aldur, nafn forráðamanns og símanúmer. Þú getur svo valið um að staðgreiða 22.800kr. með afslættinum eða borga staðfestingargjald sem er 10.000kr. - Ath. staðfestingargjaldið er ekki hægt að fá endurgreitt ef hætt er við námskeiðið. Klára þarf að greiða fyrir námskeiðið (12.800kr.) þremur sólarhringum áður en námskeið á að hefjast svo plássið á námskeiðið færist ekki á aðra sem eru á biðlista.
falda@falda.is