Farðu í vöruupplýsingar
1 af 3

LDH Scissors

8" Klassísk sníðaskæri - Vinstri handa

8" Klassísk sníðaskæri - Vinstri handa

Venjulegt verð 6.890 ISK
Venjulegt verð Söluverð 6.890 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Sending reiknuð við kassa.
Stærð

*Þessi skæri eru fyrir örvhenta. *

Þessi klassísku skæri frá LDH Scissors eru framleidd úr ryðfríu iðnaðar stáli og koma í nokkrum stærðum, og koma bæi fyrir örvhenta og rétthenta.

Þau eru frábærir fyrir létt til meðalgróf efni, og henta vel í almennan sauma, bútasaum og aðra vefjarefna list.


Blöðin eru örlítið rúnuð og fullkomlega samræmd og henta því mjög vel til að snyrta enda og t.d. í teppalist.

Aukaþyngdin á þessum skærum hjálpar þér við að hafa góða stjórn við að klippa. 

Þessi skæri eru nánast viðhalds frí! en við mælum samt alltaf með því að þurrka reglulega af blöðunum og smyrja þau af og til eða ca. einu sinni í mánuði með olíu.

Ef þú hefur notað skæri fyrir rétthenta með vinstri hendi meirihluta ævi þinnar, gæti verið ákveðið lærdómsferli fyrir þig að læra hvernig nota á rétt vinstri handa skæri. 

Til að hafa góða stjórn við að klippa efni, þarf að hafa í huga að hafa alltaf slétt undirborð og láta skærin  nema við borðið, ekki láta þau lyftast frá borðinu.

En ef skærin klippa ekki efnið?

Besta leiðin til að ná að klippa með vinstri handar skærum er að hafa skærin eins bein og hægt er þegar klippt er, s.s. ekki halla þeim á hlið. Margir sem eru ekki vanir vinstri handa skærum hafa tilhneigingu til að halla skærunum þegar klippt er, sem getur leitt til þess að efnið fer á milli skæra blaðanna sem gerir það að verkum að þau klippa ekki efnið (þetta á við um öll skæri, vinstri og hægri handar).


Materials

Dimensions

Care information

Skoða allar upplýsingar

Verslaðu fyrir 15.000kr. eða meira og fáðu fría póst sendingu

Með hverjum deginum bætast inn nýjar vörur í vefverslunina, og svo vill Falda endilega minna á Facebook og Instagram síðurnar sínar því þar koma ýmsar skemmtilegar upplýsingar, nýjar myndir daglega og líka kynning á nýjum vörum og margt fleira.