Firefly Notes
Firefly Notes - Vintage Magnolia box
Firefly Notes - Vintage Magnolia box
Fallegt álbox með yndislegri gamaldags mynd af Magnoliu frá Firefly Notes. Fullkomið í allar prjónatöskur undir prjónamerki og annað smátt.
Þetta yndislega box er með fallegri mynd Magnoliu blómi í gamsldags stíl.
Fallegu smáhlutaboxin frá Firefly Notes eru hönnuð af Sandy Bahrich sem er stelpan á bak við Firefly Notes. Vörur frá Firefly Notes hafa notið gífurlegra vinsælda og birst í blöðum eins og Interweave Knitting, VOGUE Knitting, Buzzfeed, Knit Simple, Knit Wit og fleiri skemmtilegum blöðum!
Boxin eru búin til í litlu upplagi með myndum eftir Sandy, myndirnar eru húðaðar með hágæða resin sem er án allra aukaefna. Boxið er opnað og lokað með því að renna lokinu.
Tvær stærðir:
Lítið - L 5,5 x B 3 cm
Stórt - L 9 x B 6 x D 2 cm
*Athugið! aðeins eru til örfá eintök af þessu boxi og því gæti verið að það sé uppselt í verslun. Það mun vera látið vita ef boxið er uppselt eða væntanlegt.*