Silfa
My Pearl hálsmen & prjónamál
My Pearl hálsmen & prjónamál
My pearl hálsmenið er fallegur og jafnframt nytsamlegur skartgripur fyrir alla prjónara!
Þetta hálsmen er ekki bara skraut heldur einnig prjónamál fyrir prjóna 2-10 mm (0-15 US).
Með hálsmeninu fylgir líka eitt prjónamerki með ferskvatnsperlu (8 mm) sem er í senn líka eyrnalokkur og einn framlenging sem er einnig hægt að nota sem armband.
Hálsmenið er hægt að nota á marga mismunandi máta, t.d. sem belti, armband eða auðvitað bara sem hálsmen og því stutt að fara þegar þörf er á prjónamáli. Hægt er að sérsníða hálsmenið eftir smekk með því að bæta við framlengingu og/eða perluprjónamerkjum (bæði selt sér).
Hálsmenið er gert úr háslípuðu læknastáli til að koma í veg fyrir ofnæmi.
Allt skartið í My Pearl línunni er unnið úr 316L læknastáli sem hefur gefist vel gegn ofnæmi.
18K gyllingin er harðgylling og er 8 sinnum sterkari en hefðbundin gylling og ætti að endast í áratugi.
Kemur í litlu veski sem er með fallegri perluáferð og úr vegan leðri.
My Pearl er eftir hönnuðinn Anna Silfa Þorsteinsdóttir, sem hannar skartgripi undir merkinu Silfa. Hún sækir innblástur í arfleifð íslenskrar þjóðar með áherslu á skart og mynstur liðinna alda auk tengingar við norræna goðaheima.