Silfa
My Pearl prjónamáls armband og framlenging við My Pearl hálsfesti
My Pearl prjónamáls armband og framlenging við My Pearl hálsfesti
My pearl framlenging & armband úr læknastáli.
Armbandið úr línuni My Pearl frá Silfa er ekki bara armband heldur líka prjónamál fyrir stærðir 1,5 mm, 12 mm og 1,75 mm/ 00, 000 og 17 US auk þess að vera framlenging fyrir My Pearl hálsmenið.
Hægt er að sérsníða framlenginguna með því að bæta við lykkjuhringjum/prjónamerkjum eftir smekk.
Framlengingin er 21 cm löng og er gerð úr háslípuðu læknastáli til að koma í veg fyrir ofnæmi.
Allar keðjur í My Pearl línunni eru samtengjanlegar. Keðjurnar eru sérsoðnar svo ekkert hár eða band festist í þeim.
Allt skartið í My Pearl línunni er unnið úr 316L læknastáli sem hefur gefist vel gegn ofnæmi.
18K gyllingin er harðgylling og er 8 sinnum sterkari en hefðbundin gylling og ætti að endast í áratugi.
My Pearl er eftir hönnuðinn Anna Silfa Þorsteinsdóttir, sem hannar skartgripi undir merkinu Silfa. Hún sækir innblástur í arfleifð íslenskrar þjóðar með áherslu á skart og mynstur liðinna alda auk tengingar við norræna goðaheima.