DMC
Punch Needle ,,Hakknál" - 3 stærðir
Punch Needle ,,Hakknál" - 3 stærðir
Ekki tókst að finna sendingar þjónustu
Með þessari skemmtilegu hakknál (Punch Needle) fylgja þjár nálarstærðir af nálum sem gerir þér kleift að skipta um nálar eftir grófleika Perlugarns (Coton Perlé) allt frá 3 niður í stærð 8. Þú getur því notað nánast hvaða Perlugarn með þessari nál, þar á meðal ósnúinn útsaumsþráð svo sem Árórugarn svo framarlega sem þráðurinn flæðir mjúklega í gegnum nálaroddinn. Einnig er hægt að stilla hversu stórar lykkjur koma!
- 1,3 mm nál hentar til notkunar með stærð 8 perlugani (Coton Perlé).
- 1,6 mm nál hentar til notkunar með stærð 5 perlugarni (Coton Perlé).
- 2,2 mm nál hentar til notkunar með stærð 3 perlugarni (Coton Perlé).
2x nálarþræðarar fylgja með.
Handfangið er 11 cm og með svo kallaðir vinnuvistfræðilegri hönnun sem hjálpar við grip og að hún passar þægilega í hendinni svo þú getir slakað á og notið ferilsins við það að skapa.
Henta vel fyrir þá sem þjást af gigt í höndum.
Inn í handfanginu er málmrör sem heldur áfram alla leið í gegnum kjarna handfangsins og gerir því þráðinum kleyft að renna mjúklega í gegn á meðan þú saumar.
Góðar leiðbeiningar fylgja með í pakknigunni og svo er hægt að sjá hér gott myndband sem sýnir hvernig nálin er notuð.
Materials
Materials
Dimensions
Dimensions
Care information
Care information





Verslaðu fyrir 15.000kr. eða meira og fáðu fría póst sendingu
Lokað verður í verslun Földu frá 11. janúar til og með 31. janúar. Allar vörur sem pantaðar eru á þessum tíma verða afgreiddar 3. janúar 2025.