Verslun í Aðalstræti lokar
Kæru viðskiptavinir,
Falda og ég þökkum kærlega fyrir viðskiptin síðasta árið og árin þar á undan og óskum ykkur í leiðinni gleðilegra nýs árs. Núna er hins vegar komið að ákveðnum tímamótum hjá Földu og stórum breytingum. Verslun okkar í Aðalstræti 16 á Ísafirði, mun loka í febrúar þar sem ég ætla fara snúa mér að öðrum verkefnum. Falda verður þó ekki langt undan og mun vefverslunin okkar áfram vera opinn og bjóða upp á fallegar hannyrðavörur í bland við annað.
Þetta er búið að vera stór ákvörðun að taka, en góð þar sem fimmta barnið okkar hjóna er væntanlegt í sumar. Það verður því nóg um að snúast hjá okkur fjölskyldunni næstu mánuðina. Ég sé líka loksings fram á tækifæri til þess að byrja á þeim verkefnum sem setið hafa á hakanum undanfarna mánuði sem snúa að uppbyggingu Földu. Falda er hvergi að fara, bara örlítið að breytast og verður ennþá betri vefverslun með góðar hannyrðavörur og svo síðar með sínar eigin vörur.
Í tilefni af þessum tímamótum bjóðum við upp 30 - 40% afslátt af öllum hannyrðavörum og 15 - 20% afslátt af skartgripum ❤️
Ég vil um leið þakka kærlega fyrir mig, kveðja Jóhanna Eva ❤️
Falda er lítil gamaldags hannyrða- og skartgripa verslun á Ísafirði.
Fallegir skartgripir frá vel völdum gull- og silfur smiðum.
Vönduð og falleg verkfæri til hannyrða sem framleidd eru eftir gömlum gildum, auk verkfæri með vinnuvistfræðilegri hönnun sem hjálpar þeim sem þjást af gigt eða þeim sem eru viðkvæmir eftir meiðslum í höndum.
Að auðvelda og gera handavinnuna skemmtilegri er Földu afar mikilvægt.
Til að velja inn og halda gildum Földu um vandaðar og fallegar vörur fær hún til liðs við sig þaulreynt handverksfólk s.s. gull- og silfur smiði, textílkennara, klæðskera- og kjólameistarar, prjónara, heklara og fleira handverksfólk til að velja að gaumgæfni þær vörur sem fást í verslun Földu.
Nýjar vörur

Merchant & Mills
Merchant & Mills er fjársjóður munstra, vefjarefna, saumaverkfæra og hugmynda í heillandi...

Firefly Notes
Firefly Notes Creative LTD has been featured in publications such as Interweave...