Collection: Fingurbjargir / thimbles

Fingurbjörg er eitt nauðsynlegasta verkfæri klæðskerans.

 Við saumaskap er oftast notuð alveg lokuð fingurbjörg, en einnig notuðu klæðskerar fingurbjargir sem voru opnar annað hvort að ofan eða á hlið til að hafa betri stjórn á efninu.

Fingurbjargir eru vanalega úr málmi, leðri, gúmmí, tré og jafnvel úr gleri eða postulíni.

Fornar fingurbjargir voru stundum úr hvalbeini, horni eða fílabeini. Stundum voru fingurbjargir skreyttar með eðalsteinum eða emaleraðar. Gamla enska orðið þȳmel hefur orðið að nútíma enska orðinu thimble, sem haft er um fingurbjörg, en rætur þess er að finna í hinu norræna orði þumall.

Hjá Földu fást nokkar gerðir af fingurbjörgum, bæði einföldum fá þekktum merkjum og líka silfur og gullhúðaðar, lokaðar, opnar, gúmmí, málm og f.l. auk þess er að finna hjá Földu gamlar og góðar og sumar þeirra eru komnar yfir 100 árinn.