Algengar spurningar / FAQs

Afhverju klippa ekki vinstri-handa skærin mín?

Það getur verið ákveðið lærdómsferli fyrir þig að læra hvernig nota á rétt vinstri-handa skæri, sérstaklega ef þú hefur notað skæri fyrir rétthenta (hægri-handa skæri) með vinstri hendi meirihluta ævi þinnar. 
Til að hafa góða stjórn við að klippa efni, þarf að hafa í huga að hafa alltaf slétt undirborð og láta skærin nema við borðið, ekki láta þau lyftast frá borðinu. Þetta á við um öll skæri.

En ef skærin klippa ekki efnið?

Besta leiðin til að ná að klippa með vinstri-handa skærum er að hafa skærin eins bein og hægt er þegar klippt er, s.s. ekki halla þeim á hlið.

Margir sem eru ekki vanir vinstri-handa skærum hafa tilhneigingu til að halla skærunum þegar klippt er, sem getur leitt til þess að efnið fer á milli skæra blaðanna sem gerir það að verkum að þau klippa ekki efnið (þetta á við um öll skæri, vinstri og hægri-handa).

Varan sem mig langar í er uppseld í vefverslun, hvað er hægt að gera? 

Vara getur sýnst uppseld í vefverslun, en getur þó samt verið til í verslun Földu, Hafnarstræti 6, 400 Ísafirði. 

Ef þig langar í eitthvað sem er uppselt í vefverslun, getur þú sent inn fyrirspurn á falda@falda.is og við athugum hvort hún sé ekki til. Ef varan er ekki til, þá er möguleiki að leggja inn pöntum á vörum t.d. frá LDH Scissors, Sajou og f.l. merkjum.