Um Földu

FALDA er lítið fjölskyldu fyrirtæki stofnað 2022, það á sér þó en lengri sögu eða um 27 ár!

Ég heiti Jóhanna Eva Gunnarsdóttir og er menntuð kjólameistari og með 1/2 Diplómu í Textíl, auk þess hef ég klárað fjölmörg námskeið á sviði textíls og handavinnu s.s. þjóðbúningasaum, víravirkisgerð og margt fleira. Ég er ávalt að safna að mér þekkingu og hef mjög gaman af því að deila henni áfram með ýmsum námskeiðum og kennslu sem ég hef tekið að mér síðustu ár. 

Ég er mikil áhuga manneskja um textíl, handavinnu og verkfærin sem því tengist! Ég fékk mína fyrstu saumavél 6 ára og mínar fyrstu minningar eru þegar ég er að leika mér af efnisbútum, og í töluboxinu hennar ömmu. Ég elska allt sem er gamalt og með sál, og hef ég síðan ég mann eftir mér dreymt um að opna mína enginn verslun sem sameinar öll mín áhugamál, og það er því hægt að segja að hugmyndin um Földu byrjaði árið 1996.

Falda er lítil gamaldags hannyrðaverslun og saumastofa, auk þess líka skóli þar sem í boði eru ýmis saumanámskeið og hittingar. Í verslun Földu færðu ýmislegt til hannyrða svo sem skæri, nálar, allskonar tölur, prjóna og heklunálar og fleira bæði gamalt og nýtt.  

Falda leggur sig fram við að bæta úrvalið daglega og þá mikið upp úr að finna góð og vönduð verkfæri, sem framleidd eru eftir gömlum gildum, auk þess að finna verkfæri með vinnuvistfræðilegri hönnun sem hjálpar þeim sem þjást af gigt s.s. liðagigt, vefjagigt, eða þeim sem eru viðkvæmir fyrir meiðslum í höndum.

Nafnið Falda kemur út frá nafninu á höfuðbúnað sem notað er við Faldbúning okkar íslendinga sem konur báru á 17., 18 og fram á miðja 19. öld. Nafnið er dregið af höfuðbúnaðinum, faldinum, og svo er Falda líka dregið af sögnin ,,að falda upp faldinn´´.

Ég vona innilega að litla verslunin og saumastofan mín muni dafna vel og lengi. 

 

1. febrúar 2023

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir