Leiðrétting - Leikskólaföt 1 - Útgáfuár 2016

Leiðréttingar í 1. útgáfu 2016 (ekki seinni útgáfur)

Fóa Feykirófa – þykkar buxur

Sitjandi (bls. 14)

Þar stendur „Prjónið þar til mælist 1 (2) 3 cm frá því tengt var í hring“ en á að standa „Prjónið þar til mælist 1 (2) 3 cm frá seinni garði“.

Skálmar (bls. 17)

Þarna er villa í fyrirmælum. Eftirfarandi er rétt: Setjið næstu 3 L á nælu/aukaband, færið næstu 56(58)64 L á aukaband, setjið næstu 6 L á nælu/aukaband, tengið í hring og prjónið sl yfir næstu 56(58)64, setjið síðustu 3 L á sömu nælu/aukaband og fyrstu 3 L voru settar á. Nú er á prjónunum vinstri skálm frá sjónarhorni þess sem er í buxunum. Prjónið 7(8)9 sl.

Fóa – þunnar buxur

Sitjandi (bls. 18)

Þar stendur „Prjónið þar til mælist 1 (2) 3 cm frá því tengt var í hring“ en á að standa „Prjónið þar til mælist 1 (2) 3 cm frá seinni garði“.

Skálmar (bls. 21)

Þarna er villa í fyrirmælum. Eftirfarandi er rétt: Setjið næstu 3 L á nælu/aukaband, færið næstu 82(88)96 L á aukaband, setjið næstu 6 L á nælu/aukaband, tengið í hring og prjónið sl yfir næstu 82(88)96 L, setjið síðustu 3 L á sömu nælu/aukaband og fyrstu 3 L voru settar á. Nú er á prjónunum vinstri skálm frá sjónarhorni þess sem er í buxunum. Prjónið 6(8)9 umf sl.

Börnin í Ólátagarði – peysa

Munsturmynd (bls. 33) Þarna vantar fyrirmæli um hvenær stærð 4-5 ára að byrja í munsturteikningu. Það passar að byrja í umferð nr. 2 (sama og 3-4 ára).

Baunagrasið – vettlingar

Munsturmynd (bls. 37)

Myndin sýnir að endurtaka eigi umferðir 1-6. Þetta er rangt, það á eingöngu að endurtaka umferðir 2-6.

Belgur (bls. 34)

Þarna er villa í stærstu stærðinni, 5-6 ára.  

Eftirfarandi er rétt: Skiptið yfir á stærri prjónana og prjónið 1 umf sl þar sem aukið er út um 4 (6) 8 L jafnt yfir umf = 32 (36) 40 L. Prjónið áfram 0 (2) 4 umf sl áður en komið er að munstri. Prjónið munstur eftir munsturteikningu. Þegar umf 2-6 hafa verið prjónaðar 1 (1) 1 sinni skal gera ráð fyrir þumli í næstu umf […].

Belgur (bls. 37)

„Dragið bandið í gegnum þær 4 L sem eftir eru“ er rangt. Þarna á að standa „dragið bandið í gegnum þær L sem eftir eru“.

Þumall (bls. 37)

„Dragið bandið í gegnum þær 4 (4) 5 L sem eftir eru“ er rangt. Þetta á að vera „dragið bandið í gegnum þær L sem eftir eru“, tölurnar standast ekki.

Bróðir minn ljónshjarta – peysa

Efni (bls. 40)

Þarna stendur Snældan, tveggja þráða – 50 g/80 m, en á að vera 180 m.

Berustykki (bls. 42)

Það má líka fitja upp á minni prjónana. Skiptið þá yfir á stærri prjónana eftir stroffið.

Munsturmynd (bls. 43)

Umferð 50 á ekki að vera í munsturteikningunni.